Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
banner
   fim 04. júlí 2024 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti nágrannaliði sínu Grindavík á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 11.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í dag.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 Grindavík

„Gríðarlega svekktur með mína menn í dag. Ótrúlega lélegt og ekki bara við, þetta var bara leikur sem að var með ótrúlega lítil gæði." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Það var ekkert spil, það var ekkert sem var ákvörðunartaka með bolta, skot, hlaup án bolta, með bolta, sendingar og hraðinn á sendingum og bara nefndu það. Þú getur 'basicly' hakað í öll boxin. Þetta var ótrúlega lélegt og við áttum ekkert skilið að fá neitt úr þessum leik og ekki Grindavík heldur. Þeir drógu bara langa stráið í lokin og bara til hamingju með það." 

Gunnar Heiðar var mjög ósáttur með sína menn í kvöld og sagði að eins og staðan væri núna væri ekki hægt að kalla þá neitt topplið.

„Að tala um okkur sem eitthvað topplið eða hvað það er, við getum bara gleymt því. Við getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir f***ing kóngar hérna þegar við erum búnir að vera að gera vel og svo sýnum við svona leiki og ekki bara núna heldur síðasta leik líka. Við vorum bara ekki með." 

„Það er augljóslega eitthvað að og það getur vel verið að þeir séu orðnir þreyttir. Við verum með rosalega þunnan hóp, ég veit það og við erum að reyna hjálpa þeim eins mikið og hægt er. Þetta er bara leikur þar sem þeir sem eru sterkari í hausnum vinna og þessi leikur var bara þarna galopinn fyrir bæði lið að vinna og það voru hvorugt liðið sem vildi það einhvernveginn en svo draga þeir þetta langa strá í lokin og fá þrjú stig með sér frá okkar heimavelli sem er gjörsamlega galið." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner