Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. ágúst 2020 11:01
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Bylgjan 
Víðir um fótboltann: Er mikið samfélagsmál
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú þegar þessi frétt er skrifuð ætti að vera að hefjast fundur Almannavarna og KSÍ þar sem rætt verður um næstu skref í fótboltanum.

Eftir hertari reglur ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins hefur hlé verið gert á Íslandsmótinu í fótbolta.

„Í fótboltanum er þessi snerting á milli sem gerir það að verkum að erfitt er að vera með sóttvarnir milli manna í leikjum. Við erum að fara að funda með knattspyrnusambandinu í dag og ég hef verið í daglegum samskiptum við forystuna þar," segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í Bítinu á Bylgjunni.

„Menn hafa verið að leita leiða og leggja fram spurningar," segir Víðir sem minnist einnig á þá Evrópuleiki sem áætlaðir eru hjá íslenskum félagsliðum.

„Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir félögin þar og svo eru landsleikir framundan. Það er mikið undir fyrir knattspyrnuhreyfinguna, stærstu og vinsælustu íþróttina á Íslandi. Þetta er því líka mikið samfélagsmál."

„Við erum ekki með öll svör í dag en ætlum að veita þau svör sem við höfum og fá hugmyndir frá knattspyrnuhreyfingunni um framhaldið."
Athugasemdir
banner
banner
banner