Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. ágúst 2021 23:03
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Árborg valtaði yfir Berserki - Skrefi nær úrslitakeppninni
Magnús Ingi Einarsson skoraði fjögur fyrir Árborg
Magnús Ingi Einarsson skoraði fjögur fyrir Árborg
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Berserkir 0 - 7 Árborg
0-1 Magnús Ingi Einarsson ('6 )
0-2 Magnús Ingi Einarsson ('46 )
0-3 Ingi Rafn Ingibergsson ('62 )
0-4 Magnús Ingi Einarsson ('68 )
0-5 Aron Freyr Margeirsson ('71 )
0-6 Magnús Ingi Einarsson ('72 )
0-7 Hartmann Antonsson ('76 )

Árborg átti í engum vandræðum með Berserki í A-riðli 4. deildar karla í kvöld en liðið skoraði sjö mörk og er nú skrefi nær því að komast í úrslitakeppnina.

Magnús Ingi Einarsson skoraði fyrstu tvö mörk Árborgar áður en Ingi Rafn Ingibergsson bætti við þriðja markinu. Magnús fullkomnaði þrennu sína sex mínútum síðar.

Aron Freyr Margeirsson bætti við fimma markinu og þá gerði Magnús Ingi fjórða mark sitt í leiknum mínútu síðar áður en Hartmann Antonsson rak síðasta naglann í kistu Berserkja.

Árborg er í 2. sæti riðilsins þegar liðið á tvo leiki eftir og er með 26 stig, sex stigum meira en RB sem er í þriðja sætinu. RB á leik inni en staðan er góð hjá Árborg sem á þó tvo erfiða leik eftir gegn GG og KFR.
Athugasemdir
banner
banner
banner