Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 04. ágúst 2024 17:20
Sölvi Haraldsson
Pépé til Villareal (Staðfest)

Villareal voru að tilkynna Nicolas Pépé, fyrrum leikmann Arsenal, sem nýjan leikmann félagsins. 


Fílabeinsstrendingurinn gerir tveggja ára samning við Gula Kafbátinn en hann kemur þangað á frjálsri sölu frá tyrkneska liðinu Trabzonspor.

Pépé gekk í raðir Arsenal í ágústmánuði árið 2019 fyrir 72 milljónir punda frá franska félaginu Lille. Hann eyddi fjórum árum í Norður Lundúnum, spilaði þar 112 leiki og skoraði í þeim 27 mörk í öllum keppnum.

Tímabilið 2022/2023 fór hann á lán til franska liðsins Nice. Þar spilaði hann 28 leiki og skoraði 8 mörk áður en hann fór svo á frjálsri sölu til Trabzonspor.

Kantmaðurinn á alls 37 landsleiki fyrir fílabeinsströndina og skorað í þeim 10 mörk.


Athugasemdir
banner
banner