Villareal voru að tilkynna Nicolas Pépé, fyrrum leikmann Arsenal, sem nýjan leikmann félagsins.
Fílabeinsstrendingurinn gerir tveggja ára samning við Gula Kafbátinn en hann kemur þangað á frjálsri sölu frá tyrkneska liðinu Trabzonspor.
Pépé gekk í raðir Arsenal í ágústmánuði árið 2019 fyrir 72 milljónir punda frá franska félaginu Lille. Hann eyddi fjórum árum í Norður Lundúnum, spilaði þar 112 leiki og skoraði í þeim 27 mörk í öllum keppnum.
Tímabilið 2022/2023 fór hann á lán til franska liðsins Nice. Þar spilaði hann 28 leiki og skoraði 8 mörk áður en hann fór svo á frjálsri sölu til Trabzonspor.
Kantmaðurinn á alls 37 landsleiki fyrir fílabeinsströndina og skorað í þeim 10 mörk.
Welcome, Nicolas!
— Villarreal CF English (@VillarrealCFen) August 4, 2024
Athugasemdir