Gallagher, Ferguson, Osimhen, Harrison, Ratcliffe, Aguero og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   þri 04. október 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guillamon búinn að framlengja - Gaya næstur
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Valencia er með tíu stig eftir sjö umferðir á nýju tímabili á Spáni og er að vinna hörðum höndum að því að semja við sína bestu leikmenn.


Hinn eftirsótti Hugo Guillamon er búinn að gera nýjan samning við félagið sem gildir í tæplega fjögur ár, eða til sumarsins 2026.

Guillamon er 22 ára miðvörður sem getur einnig spilað á miðjunni. Hann er búinn að skora eitt mark í þremur landsleikjum með Spáni eftir að hafa verið í algjöru lykilhlutverki upp yngri landsliðin.

Varnarmaðurinn er uppalinn hjá Valencia og er næst á dagskrá að semja við vinstri bakvörðinn Jose Luis Gaya.

Gaya er einnig uppalinn hjá Valencia og er í dag 27 ára gamall fyrirliði félagsins, með 18 leiki að baki fyrir Spán. Hann á þó ekki nema átta mánuði eftir af samningi sínum við félagið og er nokkuð eftirsóttur.

„Ég held að Gaya muni samþykkja tilboðið sem félagið var að gera honum. Hann er fyrirliðinn okkar og þetta er mjög gott tilboð. Ég hef fulla trú á að hann skrifi undir," sagði Gennaro Gattuso þjálfari Valencia.

Valencia var eitt sinn meistaradeildarfélag en hefur undanfarin þrjú ár endað um miðja deild á Spáni. Stuðningsmenn félagsins eru ekki ánægðir með eignarhald Peter Lim þó eitthvað hafi verið um batamerki upp á síðkastið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner