Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 22:36
Ívan Guðjón Baldursson
Farke svekktur eftir tap: Vorum betri á öllum sviðum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Leeds
Daniel Farke þjálfari Leeds United var gríðarlega svekktur eftir naumt tap á heimavelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Farke segist vera mjög stoltur af frammistöðu leikmanna, hann er svekktur með að hafa tapað leik sem liðið hans stjórnaði.

„Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar en í svona leikjum er þetta sérstaklega sárt. Við vorum betra liðið á öllum sviðum í dag, við stjórnuðum leiknum en töpuðum samt. Við áttum ekki skilið að fá bara eitt stig, heldur öll þrjú stigin. Þess vegna er ég svona vonsvikinn. Svona er fótbolti," sagði Farke.

„Við erum mjög svekktir núna en eftir einn eða tvo daga þá lítum við aftur á þennan leik og strákarnir geta verið stoltir af sínu framlagi. Við gerðum mistök og vorum óheppnir í mörkunum sem við fengum á okkur. Þar að auki var markvörðurinn þeirra besti leikmaður vallarins. Hann átti stórkostlegar vörslur."

Farke hrósaði Noah Okafor fyrir sína frammistöðu og ræddi einnig um Dominic Calvert-Lewin sem er kominn með eitt mark í sex leikjum það sem af er tímabils.

„Dominic hefur alltaf skorað mörk og ég er viss um að þetta mun koma hjá honum. Hann kom sér í góðar stöður í dag og fékk færi til að skora, hann átti líklegast að skora í fyrri hálfleik. Hann þarf að halda áfram á sinni braut og hætta að einblína svona mikið á markaskorunina. Ef maður hugsar bara um að skora mörk þá gengur það ekki upp, maður verður fyrst og fremst að vera góður liðsfélagi og leggja inn vinnuna. Mörkin munu fylgja."

Til gamans má geta að þetta var fyrsti tapleikur Leeds á Elland Road síðan í september í fyrra, eða í rúmt ár.

„Við getum samþykkt að tapa gegn topp liði eins og Tottenham en við vorum óheppnir að fá ekki eitthvað úr þessum leik. Ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í dag þá munum við spjara okkur.

„Við höfum ekki haft heppnina með okkur á upphafi tímabils. Við erum ekki búnir að fá eitt einasta stig með hjálp frá heppni en við erum búnir að tapa sex stigum útaf óheppni."


Leeds er með 8 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar á úrvalsdeildartímabilinu.
Athugasemdir
banner