Nýliðar Leeds eru búnir að jafna metin gegn Tottenham á Elland Road, en það vakti athygli að plastbolti var í leik þegar Noah Okafor skoraði.
Okafor skoraði annað deildarmark sitt á tímabilinu er Guglielmo Vicario varði skot Brenden Aaronson til hliðar.
Svissneski sóknarmaðurinn komst fram fyrir Destiny Udogie áður en hann setti boltann í netið.
Í augnablikinu rúllaði plastbolti við markið, en hafði ekki bein áhrif og stóð markið. Engu að síður mjög svo áhugavert augnablik.
Margir muna líklega eftir því þegar Liverpool fékk á sig mark á móti Sunderland í október fyrir sextán árum. Darren Bent átti skot sem fór af strandbolta og þaðan í netið, en boltanum var kastað inn á völlinn af stuðningsmanni Liverpool.
Umdeilt mark sem fékk að standa, en þetta atvik sem átti sér stað í dag var ekki alveg jafn umdeilt enda spilaði hann enga rullu í markinu sjálfu.
Sjáðu markið
There was an inflatable ball on the pitch when Leeds equalised against Tottenham ????
— ESPN UK (@ESPNUK) October 4, 2025
This was nearly a repeat of that Sunderland goal in 2009 ???? pic.twitter.com/MZLBg2HN5U
Athugasemdir