Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   lau 04. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Reguilón í viðræðum við Inter Miami
Reguilón spilaði 73 keppnisleiki með Tottenham.
Reguilón spilaði 73 keppnisleiki með Tottenham.
Mynd: EPA
Spænskir og bandarískir fjölmiðlar greina frá því að bakvörðurinn Sergio Reguilón sé í samningaviðræðum við Inter Miami.

Reguilón er 28 ára gamall Spánverji sem er enn án félags eftir að samningur hans við Tottenham Hotspur rann út í sumar.

Reguilón er uppalinn hjá Real Madrid og spilaði 22 keppnisleiki fyrir aðalliðið áður en hann var lánaður til Sevilla og svo seldur til Tottenham sumarið 2020.

Honum tókst aldrei að finna taktinn hjá Tottenham og var lánaður til Atlético Madrid, Manchester United og Brentford áður en samningurinn rann út.

Reguilón, sem er með 6 A-landsleiki að baki fyrir Spán, gæti orðið öflugur liðsstyrkur fyrir Inter. Jordi Alba er vinstri bakvörður hjá Inter og því er spurning hvort þeir myndu byrja leiki saman eða vera í beinni samkeppni um byrjunarliðssæti.

Fabrizio Romano hefur tekið undir orðróminn og segir Reguilón vera með mörg tilboð á borðinu. Bakverðinum líst best á tilboðið frá Miami sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner