Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fös 03. október 2025 13:00
Kári Snorrason
Stórleikur í Evrópubaráttunni og síðasti séns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan heimsækir Val heim á Hlíðarenda á laugardagskvöld, bæði lið eru með 42 stig og eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

Leikurinn verður allra síðasti möguleiki liðanna til þess að setja pressu á Víking sem eru með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar og níu fingur á titlinum.


Geri liðin jafntefli á laugardag verður Víkingur með sex stiga forystu á toppi deildarinnar og eiga eftir að leika gegn FH á sunnudag. 

Leikurinn er engu að síður mikilvægur í Evrópubaráttu liðanna þar sem Breiðablik er fimm stigum fyrir neðan þau. Fari svo að annað liðið tapi getur Breiðablik minnkað muninn í tvö stig, en þeir eiga leik gegn Fram á sunnudaginn. 

Stjarnan hefur borið sigur úr býtum í báðum viðureignum þessara liða í deildinni í sumar, en Valur sló Stjörnuna út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. 

laugardagur 4. október

Besta-deild karla - Efri hluti
20:00 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KR-Afturelding (Meistaravellir)
14:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 5. október

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Breiðablik-Fram (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 17 6 4 58 - 31 +27 57
2.    Valur 27 13 6 8 61 - 46 +15 45
3.    Stjarnan 27 12 6 9 50 - 45 +5 42
4.    Breiðablik 27 11 9 7 46 - 42 +4 42
5.    Fram 27 10 6 11 41 - 40 +1 36
6.    FH 27 8 9 10 49 - 46 +3 33
Athugasemdir
banner