Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 10:08
Elvar Geir Magnússon
Fer Heimir aftur til Færeyja? - Orðaður við NSÍ í Runavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú þegar Heimir Guðjónsson er að kveðja FH er talað um að hann gæti snúið aftur til Færeyja. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur NSÍ í Runavík áhuga á að ráða Heimi.

NSÍ er í öðru sæti færeysku Betri-deildarinnar, sjö stigum á eftir KÍ frá Klakksvík sem trónir á toppnum. Í færeyskum fjölmiðlum er sagt að NSÍ ætli að ráða erlendan þjálfara og sá maður gæti verið Heimir.

Heimir tók við HB í Þórshöfn 2018 og gerði liðið að Færeyjameisturum og svo bikarmeisturum áður en hann hélt aftur heim til Íslands.

Heimi leið vel í Færeyjum og þar er hann í miklum metum.

Meðal leikmanna NSÍ er markahrókurinn Klæmint Olsen sem lék með Breiðabliki og Brandur Olsen sem lék hjá FH.
Athugasemdir
banner