Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 04. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Mögulegir úrslitaleikir í Bestu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fimm leikir á dagskrá í Bestu deildunum í dag og í kvöld þar sem enn er mikil spenna í karlaflokki.

Dagurinn hefst á heimaleikjum ÍBV og KR í neðri hluta Bestu deildar karla þar sem liðin eru í gríðarlega spennandi fallbaráttu.

ÍBV tekur á móti ÍA á sama tíma og KR fær Aftureldingu í heimsókn.

Eyjamenn sigla lygnan sjó og hafa verið í miklu stuði að undanförnu en gestirnir af Skaganum eru aðeins þremur stigum frá fallsæti sem stendur. Skagamenn hafa unnið báða leikina sína í neðri hlutanum og geta svo gott sem tryggt sér áframhaldandi þátttöku í Bestu deildinni með sigri í dag.

KR og Afturelding mætast þá í hálfgerðum úrslitaleik þar sem bæði lið eru í fallsæti. KR er óvænt á botninum með 24 stig eftir 24 umferðir, einu stigi minna heldur en Afturelding.

Í kvöld á Valur svo heimaleik gegn Stjörnunni í efri hlutanum. Liðin eru að berjast um annað sæti deildarinnar eftir að Víkingur R. stakk af.

Bæði Valur og Stjarnan þurfa á sigri að halda í kvöld til að eiga möguleika á að stela toppsætinu af Víkingi R, sem er með sjö stiga forystu þegar þrjár umferðir eru eftir. Þá er sigur í kvöld mjög mikilvægur í baráttunni um Evrópusæti.

Í dag fara einnig fram leikir í neðri hluta Bestu deildar kvenna en þar eru FHL og Tindastóll nú þegar fallin svo liðin eru einungis að spila upp á stoltið.

Besta-deild karla - Efri hluti
20:00 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
14:00 KR-Afturelding (Meistaravellir)

Besta-deild kvenna - Neðri hluti
15:00 FHL-Þór/KA (Fjarðabyggðarhöllin)
16:15 Fram-Tindastóll (Lambhagavöllurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 17 6 4 58 - 31 +27 57
2.    Valur 27 13 6 8 61 - 46 +15 45
3.    Stjarnan 27 12 6 9 50 - 45 +5 42
4.    Breiðablik 27 11 9 7 46 - 42 +4 42
5.    Fram 27 10 6 11 41 - 40 +1 36
6.    FH 27 8 9 10 49 - 46 +3 33
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 11 6 10 45 - 49 -4 39
2.    ÍA 27 11 1 15 37 - 50 -13 34
3.    ÍBV 27 9 6 12 34 - 37 -3 33
4.    KR 27 8 7 12 55 - 62 -7 31
5.    Vestri 27 8 5 14 26 - 44 -18 29
6.    Afturelding 27 6 9 12 36 - 46 -10 27
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór/KA 21 9 1 11 38 - 44 -6 28
2.    Fram 21 8 2 11 32 - 47 -15 26
3.    Tindastóll 21 6 3 12 30 - 52 -22 21
4.    FHL 21 1 1 19 15 - 68 -53 4
Athugasemdir
banner
banner