Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   lau 04. október 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir viðræður við Timber - Hincapié snýr aftur eftir hlé
Mynd: EPA
Mynd: Arsenal
Mikel Arteta ræddi um ýmsa leikmenn á fréttamannafundi í gær fyrir leik Arsenal gegn West Ham United sem fer fram í dag.

Hann var meðal annars spurður út í Ethan Nwaneri, Jurriën Timber og Piero Hincapié.

„Ethan spilaði tvo leiki á upphafi tímabils útaf því að Martin (Ödegaard) var meiddur. Hann hefur spilað í öðrum keppnum og mun spila meira þegar líður á tímabilið," sagði Arteta og snéri sér svo að varnarjaxlinum Timber.

„Hann er nánast fullkominn varnarmaður, hann er ótrúlega góður í öllu þegar kemur að varnarleik. Við viljum hafa hann hjá okkur í langan tíma og þess vegna erum við farnir í viðræður um nýjan samning."

Timber er með þrjú ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann var keyptur til félagsins fyrir tveimur árum síðan. Hann missti af fyrsta tímabilinu vegna meiðsla en reyndist svo lykilmaður á síðustu leiktíð.

   03.10.2025 15:30
Timber í viðræðum um nýjan samning


Arteta var að lokum spurður út í meiðslin hjá Hincapié, sem hefur aðeins spilað örfáar mínútur eftir að hafa verið keyptur undir lok sumargluggans. Hann er að glíma við vöðvameiðsli og mun snúa aftur til leiks eftir landsleikjahléð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
3 Arsenal 6 4 1 1 12 3 +9 13
4 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
5 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
6 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Everton 6 2 2 2 7 6 +1 8
10 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
11 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
12 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 6 1 1 4 6 14 -8 4
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir
banner