Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Bournemouth og Fulham: Átján ára miðjumaður byrjar frammi
Marco Silva hefur miklar mætur á Josh King.
Marco Silva hefur miklar mætur á Josh King.
Mynd: Fulham
Antoine Semenyo er á sínum stað úti á kantinum hjá Bournemouth.
Antoine Semenyo er á sínum stað úti á kantinum hjá Bournemouth.
Mynd: EPA
Bournemouth tekur á móti Fulham í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Gestirnir í liði Fulham eru í vandræðum í fremstu víglínu eftir að Raúl Jiménez meiddist um síðustu helgi. Rodrigo Muniz er einnig fjarverandi vegna meiðsla og þá er bara einn framherji eftir í leikmannahópinum, 18 ára Svíi sem kom á láni frá FC Bayern á gluggadegi. Sá heitir Jonah Kusi-Asare og á eitt mark í sex leikjum fyrir U21 landslið Svía.

Marco Silva þjálfari Fulham segir þó að Kusi-Asare sé ekki tilbúinn fyrir byrjunarkliðsleik á þessu stigi. Hann hefur ákveðið að nota annan táning í byrjunarliðið, 18 ára gamlan Josh King.

King leikur sem miðjumaður en Silva virðist ætla að nota hann sem svokallaða falska níu í Bournemouth. King hefur komið við sögu í öllum leikjum Fulham á tímabilinu hingað til og verið nokkrum sinnum í byrjunarliðinu.

Silva gerir aðeins eina breytingu frá tapi gegn Aston Villa í síðustu umferð, þar sem miðvörðurinn Issa Diop kemur inn í byrjunarliðið fyrir Raúl Jiménez. Það er því líklegt að Silva breyti um leikkerfi og mæti til leiks með fimm manna varnarlínu.

Andoni Iraola þjálfari Bournemouth gerir aftur á móti fjórar breytingar á sínu liði eftir jafntefli gegn Leeds United í síðustu umferð.

James Hill, Marcus Tavernier, Alex Scott og David Brooks snúa aftur í byrjunarliðið og eru öflugir leikmenn á borð við Ryan Christie, Justin Kluivert og Lewis Cook á bekknum.

Bournemouth er með 11 stig eftir 6 fyrstu umferðir úrvalsdeildartímabilsins. Fulham er með 8 stig.

Bournemouth: Petrovic, Hill, Diakite, Senesi, Truffert, Adams, Tavernier, Scott, Semenyo, Brooks, Evanilson
Varamenn: Dennis, Cook, Christie, Kluivert, Jimenez, Gannon-Doak, Adli, Kroupi, Milosavljevic

Fulham: Leno, Castagne, Diop, Bassey, Andersen, Sessegnon, Lukic, Berge, Iwobi, Wilson, King
Varamenn: Lecomte, Cuenca, Robinson, Cairney, Adama, Chukwueze, Kevin, Smith Rowe, Kusi-Asare
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Arsenal 6 4 1 1 12 3 +9 13
3 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
4 Bournemouth 7 3 3 1 8 7 +1 12
5 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
6 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Fulham 7 2 3 2 7 8 -1 9
9 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
10 Everton 6 2 2 2 7 6 +1 8
11 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
12 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 6 1 1 4 6 14 -8 4
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner