Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
banner
   lau 04. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Tveir stórleikir í toppbaráttunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru fimm leikir á dagskrá í efstu deild þýska boltans í dag þar sem má finna virkilega spennandi slagi.

Borussia Dortmund tekur á móti RB Leipzig í frábærum fótboltaleik á sama tíma og Bayer Leverkusen mætir Union Berlin.

Dortmund og Leipzig eru í öðru og þriðja sæti á eftir toppliði og ríkjandi meisturum FC Bayern á meðan Leverkusen situr aðeins neðar eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Augsburg og Werder Bremen eiga einnig heimaleiki við Wolfsburg og St. Pauli áður en stórleikur dagsins fer fram.

Eintracht Frankfurt, sem situr í fimmta sæti, tekur þar á móti stórveldi Bayern sem er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

Harry Kane verður á sínum stað í byrjunarliðinu en hann er búinn að skora 11 mörk í síðustu 5 leikjum með Bayern í öllum keppnum.

Leikir dagsins
13:30 Dortmund - RB Leipzig
13:30 Augsburg - Wolfsburg
13:30 Werder Bremen - St. Pauli
13:30 Leverkusen - Union Berlin
16:30 Eintracht Frankfurt - FC Bayern
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 5 5 0 0 22 3 +19 15
2 Dortmund 5 4 1 0 11 3 +8 13
3 RB Leipzig 5 4 0 1 7 7 0 12
4 Köln 6 3 1 2 11 9 +2 10
5 Eintracht Frankfurt 5 3 0 2 17 13 +4 9
6 Stuttgart 5 3 0 2 7 6 +1 9
7 Leverkusen 5 2 2 1 10 8 +2 8
8 Freiburg 5 2 1 2 9 9 0 7
9 St. Pauli 5 2 1 2 8 8 0 7
10 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
11 Union Berlin 5 2 1 2 8 11 -3 7
12 Wolfsburg 5 1 2 2 7 7 0 5
13 Hamburger 5 1 2 2 2 8 -6 5
14 Mainz 5 1 1 3 5 6 -1 4
15 Werder 5 1 1 3 8 14 -6 4
16 Augsburg 5 1 0 4 8 12 -4 3
17 Heidenheim 5 1 0 4 4 10 -6 3
18 Gladbach 5 0 2 3 5 12 -7 2
Athugasemdir