Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glasner: Þeir eru svo hungraðir
Mynd: EPA
„Ég er stoltur af því að við byrjum Sambandsdeildina vel gegn mjög góðu liði á útivelli. Ég hugsa ekki um metið," sagði Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace eftir sigur liðsins gegn Dynamo Kyiv í Sambandsdeildinni í gær.

Liðið hefur verið á ótrúlegu skriði en liðið er taplaust í 19 leikjum í röð sem er félagsmet.

„Það er ekki erfitt að undirbúa liðið því þeir eru svo hungraðir í árangur. Við viljum halda svona áfram, það er auðvelt að halda fókus."

„Nú einbeitum við okkur að öðru og það byrjar núna. Við gerum okkur klára fyrir Everton á sunnudaginn. Allar keppnirnar eru jafn mikilvægar," sagði Glasner að lokum.
Athugasemdir
banner