Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 04. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Toppbarátta í Madríd
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nýliðar Real Oviedo hefja daginn í efstu deild spænska boltans á heimavelli í nýliðaslagnum gegn Levante, áður en botnlið Girona tekur á móti Valencia.

Girona er enn án sigurs og á ekki nema þrjú stig eftir sjö fyrstu umferðir tímabilsins.

Athletic Bilbao spilar svo við Mallorca í síðdegisleiknum en heimamenn í Bilbao þurfa á sigri að halda eftir slakt gengi í síðustu umferðum. Athletic er búið að tapa þremur og gera eitt jafntefli í síðustu fjórum umferðum.

Stórveldi Real Madrid spilar að lokum við Villarreal í kvöldleiknum en það eru aðeins tvö stig sem skilja á milli liðanna í toppbaráttunni.

Real getur tekið toppsætið af Barcelona með sigri, en Villarreal fylgir fast á eftir í þriðja sæti.

Leikir dagsins
12:00 Real Oviedo - Levante
14:15 Girona - Valencia
16:30 Athletic Bilbao - Mallorca
19:00 Real Madrid - Villarreal
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
9 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
14 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
17 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
18 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
19 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
Athugasemdir
banner