Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
   fös 03. október 2025 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Kvenaboltinn
Heiðdís í leik í sumar.
Heiðdís í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar Íslandsmeistaratitlinum í kvöld.
Breiðablik fagnar Íslandsmeistaratitlinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert smá stolt af liðinu," sagði miðvörðurinn Heiðdís Lillýardóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í kvöld.

Eftir tvö töp í röð þá tókst Breiðabliki að leggja Víking að velli í kvöld og þar með tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Var þetta orðið stressandi?

„Já, það er alveg smá 'tricky' að fara inn í þessa leiki þegar maður er svona mörgum stigum á undan og maður hefur fimm leiki til að klára. En það var góð tilfinning fyrir þennan leik og við höfðum trú á þessu allan tímann."

Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir Blika að klára en það tókst hjá þeim.

„Við héldum alltaf áfram og komum til baka þegar við fengum á okkur mörk. Ég er ógeðslega stolt af okkur."

Þetta hefur verið geggjað tímabil fyrir Breiðablik sem er tvöfaldur meistari. Heiðdís er þá sjálf að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í fyrra. Hún hafði ætlað sér að eignast barnið sem leikmaður Basel í Sviss en það gekk ekki eftir eins og hún talaði um í viðtali við Fótbolta.net í fyrra. Kveðjurnar voru kaldar frá Basel, félagsliði hennar í Sviss, en hún kom aftur heim og er núna stór hluti af liði sem er bæði Íslands- og bikarmeistari.

„Ég er svo þakklát að vera hérna og taka þátt í þessu. Ég er svo stolt," sagði Heiðdís. „Þetta er fullkomið, getur ekki verið betra."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner