Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   lau 04. október 2025 13:44
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Jafntefli í öðrum byrjunarliðsleik Andra - Coventry áfram í stuði
Andri Lucas byrjaði annan leikinn í röð
Andri Lucas byrjaði annan leikinn í röð
Mynd: Blackburn Rovers
Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði annan leikinn í röð með Blackburn Rovers er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stoke City í ensku B-deildinni í dag.

Landsliðsmaðurinn kom til Blackburn frá Gent undir lok sumargluggans og byrjaði sinn fyrsta leik með liðinu í síðustu umferð.

Hann fékk traustið aftur í dag og spilaði sextíu mínútur í fremstu víglínu.

Blackburn náði að bjarga stigi undir lok leiks, en liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum leikjum og situr í 21. sæti með 7 stig.

Lærisveinar Frank Lampard í Coventry eru í banastuði í byrjun leiktíðar.

Brandon Thomas-Asante skoraði tvívegis í 5-0 sigri og er Coventry áfram taplaust og nú komið á toppinn með 19 stig eftir níu umferðir.

Hull City lagði Sheffield United, 1-0, á heimavelli. Það gengur ekkert hjá Sheffield sem rak Ruben Selles eftir ömurlega byrjun og fékk Chris Wilder aftur.

Babajide Akintola kom Hull yfir eftir hálftímaleik, en þegar lítið var eftir fékk Sheffield vítaspyrnu. Harrison Burrows sendur á punktinn, en spyrna hans var hæg og arfaslök, og Ivor Pandur í engum vandræðum með að verja hana.

Þriðja tapið úr fjórum leikjum síðan Wilder kom aftur, en Sheffield er áfram á botninum með aðeins þrjú stig.

Sheffield Wed 0 - 5 Coventry
0-1 Brandon Thomas-Asante ('3 )
0-2 Brandon Thomas-Asante ('34 )
0-3 Haji Wright ('45 )
0-4 Ellis Simms ('68 )
0-5 Tatsuhiro Sakamoto ('75 )

Hull City 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Babajide David Akintola ('30 )
1-0 Harrison Burrows ('87 , Misnotað víti)

Blackburn 1 - 1 Stoke City
0-1 Million Manhoef ('49 )
1-1 Augustus Kargbo ('82 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 9 5 1 39 13 +26 32
2 Stoke City 15 8 4 3 21 9 +12 28
3 Middlesbrough 15 7 6 2 17 12 +5 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Charlton Athletic 15 6 6 3 16 11 +5 24
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
10 Birmingham 15 6 4 5 19 15 +4 22
11 Ipswich Town 14 5 6 3 22 15 +7 21
12 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
13 Leicester 15 4 7 4 16 15 +1 19
14 Wrexham 15 4 7 4 19 19 0 19
15 West Brom 15 5 4 6 12 15 -3 19
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Swansea 15 4 6 5 14 15 -1 18
18 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
19 Southampton 15 3 7 5 15 20 -5 16
20 Oxford United 15 3 5 7 15 20 -5 14
21 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
22 Norwich 15 2 4 9 13 21 -8 10
23 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
24 Sheff Wed 15 1 6 8 11 26 -15 -3
Athugasemdir
banner
banner