Rúben Amorim þjálfari Manchester United var sáttur eftir mikilvægan sigur gegn nýliðum Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Hann var ekki sérlega hrifinn af frammistöðu lærlinga sinna en hrósaði þeim fyrir góðan varnarleik.
„Þetta er mikilvægt fyrir okkur, við vorum ekki að spila vel en við vörðumst vel og það skóp sigurinn fyrir okkur. (Senne) Lammens var frábær og liðsfélagarnir hjálpuðu honum mikið. Við áttum góða kafla og skoruðum tvö mörk, við sýndum þroskaða frammistöðu í dag. Það er mikilvægt að halda hreinu," sagði Amorim.
„Tímabilið er mjög langt og leikmenn í hópnum verða að skilja að við þurfum á þeim að halda. Menn verða að halda sér á tánum til að nýta tækifærin þegar þau bjóðast."
Benjamin Sesko skoraði í sigrinum og er þar með búinn að skora í tveimur leikjum í röð eftir að hafa mistekist að setja boltann í netið fyrstu sex keppnisleiki sína með Rauðu djöflunum.
„Hann hefur tíma til að aðlagast enska boltanum og bæta sig, hann verður hjá félaginu í mörg ár. Fjölmiðlar eru mikið í því að setja pressu á sóknarmenn að skora mörk en fyrir mig er framlagið það mikilvægasta. Mörkin munu fylgja. Þegar þú sérð hann á vellinum þá er hann að berjast um hvern einasta bolta, hann gefur ekkert eftir. Það er mjög mikilvægt fyrir liðið. Hann getur unnið seinni boltana og gefið okkur tíma til að ná andanum, ég er mjög ánægður með hans framlag."
Man Utd er um miðja deild sem stendur, með 10 stig eftir 7 umferðir.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 7 | 5 | 1 | 1 | 14 | 3 | +11 | 16 |
2 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
3 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
4 | Bournemouth | 7 | 4 | 2 | 1 | 11 | 8 | +3 | 14 |
5 | Crystal Palace | 6 | 3 | 3 | 0 | 8 | 3 | +5 | 12 |
6 | Chelsea | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 11 |
7 | Sunderland | 7 | 3 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 11 |
8 | Man City | 6 | 3 | 1 | 2 | 14 | 6 | +8 | 10 |
9 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
10 | Everton | 6 | 2 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 8 |
11 | Brighton | 6 | 2 | 2 | 2 | 9 | 9 | 0 | 8 |
12 | Fulham | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 11 | -3 | 8 |
13 | Leeds | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 8 |
14 | Brentford | 6 | 2 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 7 |
15 | Newcastle | 6 | 1 | 3 | 2 | 4 | 5 | -1 | 6 |
16 | Aston Villa | 6 | 1 | 3 | 2 | 4 | 6 | -2 | 6 |
17 | Nott. Forest | 6 | 1 | 2 | 3 | 5 | 10 | -5 | 5 |
18 | Burnley | 6 | 1 | 1 | 4 | 6 | 13 | -7 | 4 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 6 | 0 | 1 | 5 | 4 | 13 | -9 | 1 |
Athugasemdir