Sky Sports og Fabrizio Romano greina frá því að Yoane Wissa verður frá keppni í lengri tíma en búist var við.
Newcastle United vonaðist til að fá leikmanninn aftur beint eftir landsleikjahléð í október en svo verður ekki. Wissa átti upprunalega að vera frá keppni í fjórar vikur en það hafa fjórar vikur bæst við til viðbótar. Það er því ekki búist við að Wissa snúi aftur á fótboltavöllinn fyrr en um miðjan nóvember.
Newcastle keypti Wissa úr röðum Brentford á lokadögum sumargluggans og á leikmaðurinn enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið vegna meiðsla.
Hann er á meiðslalistanum ásamt Tino Livramento sem er frá keppni næstu tvo mánuði. Góðu fréttirnar eru að Jacob Ramsey gæti snúið aftur á völlinn eftir meiðsli þegar Newcastle tekur á móti Nottingham Forest á morgun.
19.09.2025 16:30
Wissa frá næsta mánuðinn
Athugasemdir