Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
banner
   fös 03. október 2025 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Kvenaboltinn
Samantha Smith fagnar hér með Birtu Georgsdóttur í kvöld.
Samantha Smith fagnar hér með Birtu Georgsdóttur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik varð Íslandsmeistari í kvöld.
Breiðablik varð Íslandsmeistari í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær. Ég er svo ánægð að vera hluti af þessu liði og þessu félagi," sagði Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-2 sigur gegn Víkingi í Bestu deildinni í kvöld.

Samantha er Íslandsmeistari annað árið í röð með Blikum en hún hefur átt tvö ótrúleg ár á Íslandi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

„Ég er bara svo ánægð að vera hérna. Þetta er súrrealískt. Ég fann það frá byrjun að það væri eitthvað sérstakt í uppsiglingu og ég veit að hinum stelpunum leið líka þannig. Þetta er magnaður hópur af stelpum og við spilum svo vel saman."

Hún er gríðarlega ánægð núna að hafa tekið annað árið á Íslandi. Þetta eru hennar fyrstu ár í atvinnumennsku eftir að hún kláraði að spila í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

„Ég var svo spennt þegar ég skrifaði undir að koma aftur. Þetta er frábær staður að vera á, ég elska Ísland. Þetta er frábært lið."

„Þetta hefur verið draumur. Ég hef aldrei unnið svona mikið áður. Að koma úr háskóla var þetta frábær leið til að byrja atvinnumannaferilinn."

Samantha er að verða samningslaus og líklegt er að hún muni reyna fyrir sér á stærri vettvangi.

„Ég hef hugsað um stöðuna og það er eitthvað sem gæti gerst. Við sjáum til. Ég er einbeitt á að klára tímabilið og við eigum líka Evrópuleiki framundan," sagði Samantha en er einhver möguleiki á þriðja árinu á Íslandi?

„Ég veit það ekki, við sjáum til."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir