Thomas Frank þjálfari Tottenham svaraði spurningum eftir nauman sigur á útivelli gegn nýliðum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Hann er mjög ánægður með að hafa loksins tekist að sigra eftir þrjú jafntefli í síðustu fjórum leikjum.
„Við þurftum á sigri að halda eftir þrjá leiki án sigurs og tilfinningin var mjög góð að landa þessum stigum. Þetta eru mikilvæg stig fyrir okkur og ég verð að hrósa Leeds United og Elland Road fyrir sína frammistöðu. Við vissum að þetta yrði erfitt og við erum stoltir að fara héðan með þrjú stig," sagði Frank.
„Ég er ánægður með baráttuna í mínum mönnum og hvernig við vörðumst stærsta hluta leiksins. Karakter liðsins skóp þennan sigur, hugarfarið er svo mikilvægt."
Mohammed Kudus og Mathys Tel skoruðu fyrstu mörk sín á tímabilinu í sigrinum og var Frank ánægður með þeirra frammistöðu.
„Ég er svo ánægður fyrir þeirra hönd. Mathys (Tel) hefur virkilega hrifið mig og hann er að taka skref í rétta átt. Það var skellur fyrir hann að vera ekki valinn í Meistaradeildarhópinn en hann er að bregðast vel við. Mo (Kudus) hefur verið svo góður á upphafi tímabils, eina sem vantaði var mark. Þetta er heldur ekki bara eitthvað mark, heldur sigurmark sem skilaði inn mikilvægum stigum í erfiðum leik."
Xavi Simons spilaði þá í fyrsta sinn í holunni fyrir aftan fremsta mann og var Frank ánægður með hans framlag.
„Mér fannst þetta vera hans besti leikur fyrir okkur hingað til. Hann á eftir að finna réttan takt en maður sér hvað býr í honum, hann getur orðið mikilvægur leikmaður fyrir okkur."
Tottenham er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 14 stig eftir 7 umferðir.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 7 | 5 | 1 | 1 | 14 | 3 | +11 | 16 |
2 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
3 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
4 | Bournemouth | 7 | 4 | 2 | 1 | 11 | 8 | +3 | 14 |
5 | Crystal Palace | 6 | 3 | 3 | 0 | 8 | 3 | +5 | 12 |
6 | Chelsea | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 11 |
7 | Sunderland | 7 | 3 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 11 |
8 | Man City | 6 | 3 | 1 | 2 | 14 | 6 | +8 | 10 |
9 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
10 | Everton | 6 | 2 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 8 |
11 | Brighton | 6 | 2 | 2 | 2 | 9 | 9 | 0 | 8 |
12 | Fulham | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 11 | -3 | 8 |
13 | Leeds | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 8 |
14 | Brentford | 6 | 2 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 7 |
15 | Newcastle | 6 | 1 | 3 | 2 | 4 | 5 | -1 | 6 |
16 | Aston Villa | 6 | 1 | 3 | 2 | 4 | 6 | -2 | 6 |
17 | Nott. Forest | 6 | 1 | 2 | 3 | 5 | 10 | -5 | 5 |
18 | Burnley | 6 | 1 | 1 | 4 | 6 | 13 | -7 | 4 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 6 | 0 | 1 | 5 | 4 | 13 | -9 | 1 |
Athugasemdir