Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 11:59
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Tel braut ísinn á Elland Road
Mathys Tel skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu
Mathys Tel skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Mathys Tel opnaði markareikninginn með Tottenham er hann kom liðinu í 1-0 gegn Leeds á Elland Road nú rétt í þessu.

Leeds var sterkari aðilinn í byrjun leiksins og var Joe Rodon hársbreidd frá því að koma heimamönnum yfir er hann skallaði boltann í stöng eftir aukaspyrnu.

Tottenham hafði ekki skapað sér neitt af viti eða fyrr en á 23. mínútu er Tel fékk boltann inn fyrir. Hann hafði heppnina svolítið með sér, en skot hans fór af varnarmanni sem truflaði Karl Darlow, markvörð Leeds, og í netið.

Bæði lið hafa skapað sér tvö dauðafæri eftir markið og leikurinn að galopnast, en eina mark leiksins til þessa má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Tel
Athugasemdir
banner