Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 04. október 2025 17:21
Ívan Guðjón Baldursson
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV svaraði spurningum eftir tap á heimavelli gegn ÍA í neðri hluta Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 ÍA

Eyjamenn björguðu sér frá falli í dag þrátt fyrir tapið, þökk sé jafnteflisúrslitum í Vesturbæ þar sem botnlið KR og Aftureldingar skildu jöfn.

„Besta færið okkar kom þegar Oliver slapp í gegn og markmaðurinn hjá ÍA varði en svo var þetta mikið svona 'næstum því' fannst mér. Þó að við höfum kannski skapað fleiri opnanir heilt yfir í leiknum þá var þetta bara einn af þessum dögum. Við vorum ekki nægilega sterkir í vítateig andstæðinganna og svo fáum við á okkur svolítið ódýr mörk," sagði Láki eftir tapið, en þetta er fyrsta tap Eyjamanna á heimavelli eftir að nýja gervigrasið var lagt fyrr í sumar.

„Þetta er búið að vera gríðarlega krefjandi tímabil og ég er fyrst og fremst mjög stoltur af liðinu að hafa tryggt sæti í deildini. Ég er búinn að þurfa að setja saman tvö eða þrjú lið síðan ég byrjaði."

Eyjamenn hafa staðið sig mjög vel þrátt fyrir ótrúleg meiðslavandræði í hópnum í allt sumar og er markmið liðsins að enda í efsta sæti neðri hlutans.

ÍBV á eftir að spila við KR og KA í síðustu tveimur umferðum tímabilsins. Eyjamenn eru í baráttu við KA og ÍA um toppsæti neðri hlutans.
Athugasemdir
banner