Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 04. október 2025 16:33
Kári Snorrason
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og Afturelding skildu jöfn að í mögnuðum leik á Meistaravöllum fyrir skömmu. KR er í botnsæti deildarinnar og eiga tvo leiki eftir af mótinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR mætti í viðtal að leik loknum.


„Það var hrikalega súrt, mjög sárt. Ekkert annað orð yfir það. Ég horfi á þær (lokamínúturnar) að við náðum ekki að stjórna aðstæðum. Mér fannst við hafa stjórnað leiknum ágætlega, oft verið meira með boltann en í seinni hálfleik. Þetta var fyrsta eða annað sinn í sumar að við vorum þéttir, gáfum ekki mikið af færum á okkur en svo missum við einbeitinguna.“  

„Við þurftum þrjú stig. Þrjú stig hefði komið okkur upp úr fallsæti í bili en punktur er betra en ekki neitt. Við eigum ennþá möguleika og meðan að við höfum möguleika höldum við áfram, við erum svekktir í kvöld og svo er það ÍBV eftir tvær vikur.“

Hvernig metur þú möguleika KR að halda sér uppi í deildinni?

„Ég met þá góða. Við þurfum að byrja á því að vinna ÍBV. Svo tökum við stöðuna eftir þann leik. Bjartsýnn, ég verð að vera bjartsýnn. Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis. Þetta var sárt, svekkjandi og ef að það hefur einhvern tímann verið tími til að sökkva sér í þunglyndi væri það núna í þessu landsleikjahléi. Það er samt enginn tími í það. Við þurfum að vakna á morgun og halda áfram.


Athugasemdir
banner