Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Sautján ára miðvörður hreif áhorfendur
Ahanor í baráttunni gegn Joao Mario þegar Atalanta gerði jafntefli við Juventus.
Ahanor í baráttunni gegn Joao Mario þegar Atalanta gerði jafntefli við Juventus.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Atalanta 1 - 1 Como
1-0 Lazar Samardzic ('6)
1-1 Maximo Perrone ('19)

Atalanta tók á móti Como í áhugaverðum slag í lokaleik dagsins í Serie A deildinni á Ítalíu.

Heimamenn tóku forystuna snemma leiks þegar Lazar Samardzic kom boltanum í netið en Como brást vel við og náði að jafna á nítjándu mínútu.

Máximo Perrone, fyrrum leikmaður Manchester City, reyndi þá fyrirgjöf sem sveif yfir Marco Carnesecchi og fór í stöngina. Þaðan virtist boltinn vera á leiðinni inn en Carnesecchi náði að kasta sér til að slá boltann í slána og af marklínunni, en dómarinn stöðvaði leikinn. Úrið hans hringdi sem þýðir að boltinn fór yfir marklínuna og staðan var því orðin jöfn, 1-1.

Leikurinn var jafn þar sem bæði lið fengu flott færi til að bæta við í fyrri hálfleik en tókst ekki. Síðari hálfleikurinn var bragðdaufari og urðu lokatölur 1-1.

Varnarmaðurinn ungi Honest Ahanor hreif áhorfendur með frammistöðu sinni í varnarlínu Atalanta, en hann er aðeins 17 ára gamall. Hann er að fylla í skarðið fyrir meidda miðverði liðsins og er þetta þriðji byrjunarliðsleikurinn hans í röð. Ahanor stóð sig mjög vel á móti Torino, Juventus og Club Brugge áður en hann mætti Como í dag.

Atalanta er með 10 stig eftir 6 umferðir á meðan Como er með 9 stig.

Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir landsleikjahlé en Atalanta tekur á móti Lazio í næstu umferð, á meðan Como fær Juventus í heimsókn.
Athugasemdir
banner