Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 04. október 2025 12:59
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Lammens þreytir frumraun sína með Man Utd
Senne Lammens fær loksins tækifærið í dag
Senne Lammens fær loksins tækifærið í dag
Mynd: Manchester United
Martin Zubimendi er á bekknum hjá Arsenal
Martin Zubimendi er á bekknum hjá Arsenal
Mynd: EPA
Tveir leikir í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefjast klukkan 14:00, en Arsenal getur komist á toppinn er liðið mætir West Ham og þá er starf Ruben Amorim líklega undir er Man Utd mætir Sunderland á Old Trafford.

Mikel Arteta stillir upp mjög sóknarsinnuðu liðið Arsenal gegn West Ham.

Martin Ödegaard og Eberechi Eze byrja báðir, en Martin Zubimendi á bekknum. Bukayo Saka er á hægri vængnum og þá er Gabriel í vörninni.

Nuno Espirito Santo gerir eina breytingu á liði West Ham en Aaron Wan-Bissaka kemur inn fyrir Kyle Walker-Peters.

Arsenal: Raya; Timber, Saliba, Gabriel, Calafiori; Rice, Ødegaard, Eze; Saka, Trossard, Gyökeres.

West Ham: Areola; Wan-Bissaka, Mavropanos, Kilman, Diouf; Magassa, Fernandes; Bowen, Paqueta, Summerville; Fullkrug

Man Utd tekur á móti nýliðum Sunderland sem er líklega mikilvægasti leikur Ruben Amorim á þessari leiktíð, en hann mun væntanlega taka poka sinn ef United tapar stigum í dag.

Belgíski markvörðurinn Senne Lammens þreytir frumraun sína og er mikil ábyrgð lögð á hann. Sá þarf að eiga alvöru frammistöðu, en hann kemur inn fyrir Altay Bayindir.

Leny Yoro, Casemiro, Amad Diallo og Mason Mount koma einnig inn í liðið í stað Harry Maguire, Manuel Ugarte. Patrick Dorgu og Matheus Cunha sem taka sér allir sæti á bekknum.

Bertrand Traore og Simon Adingra koma inn hjá Sunderland fyrir þá Chris Rigg og Chemsdine Talbi.

Man Utd: Lammens; Yoro, De Ligt, Shaw; Amad, Casemiro, Fernandes, Dalot; Mount, Mbeumo; Sesko

Sunderland: Roefs; Hume, Mukiele, Alderete, Masuaku; Xhaka, Sadiki, Le Fee; Traore, Isidor, Adingra
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
4 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
5 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Everton 11 3 4 4 10 13 -3 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 3 5 12 14 -2 12
16 Burnley 11 3 2 6 12 19 -7 11
17 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
18 West Ham 11 2 2 7 10 21 -11 8
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner