Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Bonny fór á kostum - Sex mörk í Róm
Mynd: Inter
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í ítalska boltanum þar sem stórveldi Inter fór létt með Cremonese.

Ange-Yoan Bonny byrjaði í fremstu víglínu í stað samlanda síns Marcus Thuram sem er að glíma við meiðsli og átti hann stórleik. Hann lagði fyrst upp fyrir fyrirliðann Lautaro Martínez sem skoraði úr mjög auðveldu færi, áður en hann skoraði sjálfur með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Federico Dimarco.

Staðan var 2-0 í leikhlé og endurlaunaði Bonny vængbakverðinum Dimarco greiðann með því að leggja þriðja mark leiksins upp fyrir hann á 55. mínútu. Tveimur mínútum síðar lagði hann svo upp fyrir Nicoló Barella og staðan orðin 4-0.

Federico Bonazzoli minnkaði muninn fyrir nýliðana á lokamínútunum svo lokatölur urðu 4-1. Inter er með 12 stig eftir 6 umferðir, þremur stigum meira heldur en Cremonese sem byrjaði tímabilið furðu vel.

Fyrr í dag fóru tveir leikir fram þar sem mesta fjörið var í Róm. Lazio tók þar á móti Torino og úr varð mikill markaleikur.

Giovanni Simeone byrjaði á að taka forystuna fyrir gestina en Matteo Cancellieri svaraði með tvennu fyrir heimamenn svo staðan var 2-1 í leikhlé.

Ché Adams, fyrrum leikmaður Southampton, kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Torino áður en miðvörðurinn Saul Coco skoraði á 93. mínútu eftir að fjórum mínútum hafði verið bætt við.

Þarna héldu gestirnir að þeir væru komnir með sigurmark leiksins, en svo var ekki. Markið var skoðað gaumgæfilega í VAR-herberginu og látið standa að lokum og blésu heimamenn til sóknar. Þeir fengu dæmda vítaspyrnu á síðustu sekúndunum og skoraði Danilo Cataldi örugglega af punktinum á 103. mínútu. Það reyndist síðasta spyrna leiksins, lokatölur 3-3.

Bæði lið eru í neðri hlutanum eftir jafnteflið, Lazio með sjö stig og Torino fimm.

Að lokum sat Þórir Jóhann Helgason allan tímann á bekknum er Lecce náði í sinn fyrsta sigur á deildartímabilinu. Lecce tók forystuna í fyrri hálfleik á útivelli gegn Parma og náði að halda út, lokatölur 0-1. Heimamenn í Parma náðu ekki að skapa sér mikið af færum.

Parma og Lecce eru jöfn með 5 stig eftir þessa viðureign.

Atalanta og Como eigast við í kvöldleiknum.

Inter 4 - 1 Cremonese
1-0 Lautaro Martinez ('6 )
2-0 Ange-Yoan Bonny ('38 )
3-0 Federico Dimarco ('55 )
4-0 Nicolo Barella ('57 )
4-1 Federico Bonazzoli ('87 )

Lazio 3 - 3 Torino
0-1 Giovanni Simeone ('16 )
1-1 Matteo Cancellieri ('24 )
2-1 Matteo Cancellieri ('40 )
2-2 Che Adams ('73 )
3-2 Danilo Cataldi ('90 , víti)
3-3 Saul Coco ('90 )

Parma 0 - 1 Lecce
0-1 Riccardo Sottil ('38 )

Atalanta 18:45 Como
Athugasemdir
banner
banner