Ange Postecoglou byrjar mjög illa sem stjóri Nottingham Forest en liðið tapaði gegn danska liðinu Midjylland í Evrópudeildinni í kvöld.
Postecoglou hefur stýrt Forest í sex leikjum og er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum.
Postecoglou hefur stýrt Forest í sex leikjum og er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum.
Elías Rafn Ólafsson var í markinu hjá Midtjylland sem vann leikinn 3-2. Valdemar Byskov skoraði þriðja mark Midtjylland áður en Chris Wood klóraði í bakkann með marki úr vítaspyrnu.
Eftir mark Byskov sungu stuðningsmenn Forest 'Þú verður rekinn á morgun' og margir yfirgáfu völlinn.
„Ég heyrði þetta, þetta eru stuðningsmenn, þeir vilja sjá liðið sitt vinna og þeir eiga rétt á sinni skoðun. Það kemur mér ekkert á óvert lengur í fótbolta," sagði Postecoglou.
100 - Ange Postecoglou has become the first permanent Nottingham Forest manager for 100 years to fail to win any of his first six games in charge of the club (D2 L4), since John Baynes failed to win any of his first seven games in August/September 1925. Mate. pic.twitter.com/DjI3Jd4BRT
— OptaJoe (@OptaJoe) October 2, 2025
Athugasemdir