Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
banner
   fös 03. október 2025 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kvenaboltinn
Berglind Björg eftir leikinn í kvöld.
Berglind Björg eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind var vægast sagt ánægð með sigurinn.
Berglind var vægast sagt ánægð með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er fáránlega góð. Ég er svo ánægð með þennan sigur og að loksins vinna þennan titil," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks, eftir að liðið varð Íslandsmeistari í kvöld.

Breiðablik lagði Víking að velli á Kópavogsvelli og tryggði sér þar með titilinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Berglind varð síðast Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 í Kórónuveirufaraldrinum. Þessi titill er öðruvísi, svo sannarlega.

„Jú, guð. Ég held að við höfum verið heima í stofu þegar við unnum þann titil. Þetta er bara geggjað," sagði Berglind.

Berglind gerði sigurmarkið í leiknum í kvöld en hún er núna búin að gera 23 mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni í sumar.

„Það er frábær tilfinning, geggjaður bolti frá Andreu þarna," sagði Berglind en það er spurning hvort Andrea hafi verið að reyna að skjóta í undirbúningnum.

„Þú verður eiginlega að spyrja hana! Ég var allavega fyrir og boltinn fór inn."

Berglind hefur átt magnað sumar. Er hún eitthvað farin að skoða framhaldið, jafnvel farin að hugsa aftur um atvinnumennsku?

„Ég er bara að hugsa um að klára þetta tímabil. Ég er samningslaus í nóvember og það kemur í ljós hvað gerist," sagði Berglind að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir