Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   fös 03. október 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ekki bara hann sem hefur gert mistök
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn Ibrahima Konate hjá Liverpool hefur fengið gagnrýni og vangaveltu hvort umræða um framtíð hans sé að hafa áhrif á einbeitingu hans.

Real Madrid hefur sýnt Konate áhuga en spænska félagið er sagt vera með efasemdir eftir óstöðugleika hjá leikmanninum í upphafi tímabils.

Arne Slot var spurður út í frammistöðu Konate á fréttamannafundi í morgun, í aðdragandanum að leiknum gegn Chelsea.

„Þegar þú ert að tapa fótboltaleik þá hjálpar það þér ekki ef þú ert að tapa boltanum of oft og of auðveldlega. Hann er samt klárlega ekki sá eini sem hefur verið að gera það," segir Slot.

„Við höfum tapað síðustu tveimur leikjum og það er augljóst að við höfum gert nokkur mistök. Ekki bara Konate heldur líka fleiri sem eru ekki vanir að gera svona mistök."

Leikur Chelsea og Liverpool verður klukkan 16:30 á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
4 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
5 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Everton 11 3 4 4 10 13 -3 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 3 5 12 14 -2 12
16 Burnley 11 3 2 6 12 19 -7 11
17 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
18 West Ham 11 2 2 7 10 21 -11 8
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner