Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
   lau 04. október 2025 16:47
Kári Snorrason
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og Afturelding skildu jöfn að í mögnuðum leik á Meistaravöllum fyrir skömmu. KR er í botnsæti deildarinnar og eiga tvo leiki eftir af mótinu. Aron Sigurðarson fyrirliði KR mætti í viðtal að leik loknum. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Afturelding

„Ég held að þetta sé eins svekkjandi og þetta verður. Við skorum á 93. og þeir skora í næstu sókn. Hann (punkturinn) gerir ekkert fyrir okkur í dag. En það er leikur á morgun, síðan er önnur umferð og lið eiga eftir að spila innbyrðis. Við þurfum að sjá eftir næstu tvo leiki, þetta gæti talið, gæti ekki talið.“ 

Ef Vestri vinnur á morgun verður KR fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex stig eru eftir í pottinum.

„Staðan er skelfileg. Vonandi á margt eftir að gerast og vonandi spilast þetta aðeins okkur í hag. Við þurfum að klára okkar og sjá hvað gerist í lokin.“ 

„Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR. Maður leyfir sér ekkert að hugsa of mikið um þetta, en auðvitað er þetta þarna. Maður þarf einhvern veginn að láta óttann hjálpa sér. Það er ekki hægt að velta sér upp úr þessu.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner