Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 14:45
Brynjar Ingi Erluson
Viktor Bjarki framlengir við FCK - „Tekið miklum framförum síðan hann kom frá Fram“
Viktor Bjarki gerði langtímasamning við FCK
Viktor Bjarki gerði langtímasamning við FCK
Mynd: FCK
Mynd: FCK
Framarinn Viktor Bjarki Daðason skrifaði í dag undir langtímasamning við dönsku meistarana í FCK, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Fram.

FCK keypti Viktor Bjarka frá Fram í byrjun síðasta árs, en hann gekk ekki formlega í raðir félagsins fyrr en um sumarið. Hann byrjaði að spila með U17 ára liði FCK, en var fljótur að vinna sig upp metorðalistann.

Framherjinn hefur tekið miklum framförum og er nú fastamaður með U19 ára liðinu auk þess sem hann hefur æft og verið í hóp með aðalliðinu á tímabilinu.

Viktor, sem er 17 ára gamall, hefur nú gert nýjan langtímasamning og segist í skýjunum með þann áfanga.

„Ég er skýjunum með að hafa framlengt samning minn. Það er merki um að hlutirnir séu að ganga vel og að ég er á réttri vegferð. Það eru margir hæfir þjálfarar í kringum okkur öllum stundum og gæti ég ekki ímyndað mér betri stað til þess að halda áfram að þróa leik minn.“

„Markmið mitt er að brjóta mér leið inn í aðalliðið, verða lykilmaður í dönsku úrvalsdeildinni og skora mörk á Parken.“

„Ég veit að ég mun þurfa leggja mikla vinnu til að komast þangað, en ég er spenntur að halda áfram með frábærum liðsfélögum, þjálfurum og öllum þeim sem koma að liðinu,“
sagði Viktor Bjarki á heimasíðu FCK.

Mikkel Köhler sem stýrir kaupum hjá FCK er ánægður að Viktor hafi ákveðið að framlengja og segir hann hafa tekið miklum framförum síðan hann kom frá Fram.

„Viktor hefur tekið miklum framförum síðan hann kom til Kaupmannahafnar. Tími hans hjá klúbbnum hefur verið mjög jákvæður. Hann byrjaði með U17 og náði fljótlega að festa sig í sessi sem þessi týpa af markaskorara sem við vorum að leitast að. Hann hefur haldið áfram að þróa leik sinn og nýlega var hann gerður að byrjunarliðsmanni í U19 ára liðinu.“

„Hann hefur líka fengið smjörþefinn af því að æfa með aðalliðinu og verið í hóp í nokkrum leikjum. Þar hefur hann gefið okkur hvatningarmerki og er enginn vafi á því að mikil vinna er framundan hjá Viktori og teyminu í kringum hann, en við erum að eiga við drifinn og hæfileikaríkan ungan framherja sem veit hvar markið er og er mjög áhrifamikill á litlum svæðum.“

„Viktor hefur sýnt að hann hafi alla burði til þess að verða byrjunarliðsmaður hjá FCK og þess vegna erum við í skýjunum með að hann hafi skrifað undir langtímasamning við félagið,“
sagði Köhler.


Athugasemdir
banner
banner