Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   lau 04. október 2025 16:33
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leverkusen nýtur lífsins undir stjórn Hjulmand - Jafnt í stórslag
Bayer Leverkusen er á skriði undir Hjulmand
Bayer Leverkusen er á skriði undir Hjulmand
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen er að njóta lífsins undir stjórn danska þjálfarans Kasper Hjulmand en liðið er taplaust í þeim sex leikjum sem hann hefur verið við stjórnvölinn.

Leverkusen vann þriðja deildarleik sinn í röð er liðið lagði Union Berlín að velli, 2-0.

Ernest Poku og Christian Kofane skoruðu mörk heimamanna sem eru komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 11 stig.

Borussia Dortmund og RB Leipzig gerðu 1-1 jafntefli í stórslag helgarinnar.

Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á 7. mínútu leiksins en brasilíski bakvörðurinn Yan Coutou jafnaði metin korteri síðar með skoti af stuttu færi.

Dortmund er í öðru sæti með 14 stig en Leipzig í því þriðja með 13 stig.

Borussia D. 1 - 1 RB Leipzig
0-1 Christoph Baumgartner ('7 )
1-1 Yan Couto ('23 )

Augsburg 3 - 1 Wolfsburg
1-0 Noahkai Banks ('3 )
2-0 Mert Komur ('51 )
3-0 Robin Fellhauer ('63 )
3-1 Adam Daghim ('65 )

Werder 1 - 0 St. Pauli
1-0 Samuel Mbangula ('2 )

Bayer 2 - 0 Union Berlin
1-0 Ernest Poku ('33 )
2-0 Christian Kofane ('49 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 34 5 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 12 +8 22
3 Dortmund 10 6 3 1 15 6 +9 21
4 Leverkusen 10 6 2 2 22 14 +8 20
5 Hoffenheim 10 6 1 3 20 16 +4 19
6 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
9 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
10 Union Berlin 10 3 3 4 12 16 -4 12
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Hamburger 10 2 3 5 8 15 -7 9
13 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 21 -13 5
Athugasemdir
banner