Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Iraola hrósaði varamönnunum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Andoni Iraola þjálfari Bournemouth hefur fengið mikið lof fyrir frábæra byrjun á nýju tímabili þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn úr sínum röðum í sumar.

Bournemouth tók á móti Fulham í kvöld og var staðan markalaus í jöfnum leik allt þar til á 70. mínútu þegar gestirnir komust yfir. Gæðin í Antoine Semenyo hjálpuðu Bournemouth að koma til baka og sigra 3-1.

Justin Kluivert skoraði eitt mark og Ben Doak lagði annað upp en þeir komu báðir inn af bekknum.

„Þetta var erfiður leikur en ég er mjög ánægður með endurkomuna hjá strákunum, það er mikilvægt að gefast aldrei upp. Þegar við lentum undir þá tók ég bara áhættu og setti alla þá sóknarleikmenn inná sem ég gat. Justin (Kluivert) skoraði stórkostlegt mark og svo átti Ben (Doak) stoðsendingu. Þeir skiptu sköpum fyrir okkur," sagði Iraola að leikslokum.

„Strákarnir gerðu ótrúlega vel að koma til baka úr þessari stöðu, þeir skoruðu mögnuð mörk. Virkilega, virkilega erfið mörk að skora. Strákarnir eiga allan heiðurinn skilið eftir þennan sigur."

Iraola hrósaði Semenyo í hástert að leikslokum enda skoraði hann tvennu og lagði eitt upp. Hann hrósaði einnig Kluivert fyrir draumamark sitt, en núna er Bournemouth komið óvænt upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir 7 umferðir.

„Antoine er með mikið sjálfstraust sem hann hefur verið að byggja upp yfir langan tíma. Hann er lykilmaður fyrir okkur og heldur stöðugt áfram að bæta sig. Ég geri mitt besta til að láta hann ekki einbeita sér að tölunum, þær eru aukaatriði.

„Justin skoraði nokkur svona mörk í fyrra líka og þetta kom á svo mikilvægum tímapunkti fyrir okkur. Við erum ánægðir að vera komnir með 14 stig en það eru mjög erfiðir leikir framundan eftir landsleikjahléð. Við eigum útileiki gegn Crystal Palace, Manchester City og Aston Villa. Það er gott að vera með mikið af stigum núna."


Iraola talaði um að þetta hafi verið skrýtinn leikur og að slæmar veðuraðstæður hefðu haft áhrif á leikmenn. Hann talaði einnig um mikilvægi þess að halda Semenyo hjá félaginu lengur heldur en bara út tímabilið, eftir að Bournemouth seldi marga lykilmenn í sumar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
3 Arsenal 6 4 1 1 12 3 +9 13
4 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
5 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
6 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Everton 6 2 2 2 7 6 +1 8
10 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
11 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
12 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 6 1 1 4 6 14 -8 4
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir
banner