Real Madrid 3 - 1 Villarreal
1-0 Vinicius Junior ('47 )
2-0 Vinicius Junior ('69 , víti)
2-1 Georges Mikautadze ('73 )
3-1 Kylian Mbappe ('81 )
Rautt spjald: Santiago Mourino, Villarreal ('77)
1-0 Vinicius Junior ('47 )
2-0 Vinicius Junior ('69 , víti)
2-1 Georges Mikautadze ('73 )
3-1 Kylian Mbappe ('81 )
Rautt spjald: Santiago Mourino, Villarreal ('77)
Stórveldi Real Madrid tók á móti Villarreal í síðasta leik dagsins í spænska boltanum og var staðan markalaus í leikhlé.
Heimamenn í Madríd voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Gestirnir fengu einnig fín færi en inn rataði boltinn ekki í fyrri hálfleik sem einkenndist af mikilli baráttu og nóg af gulum spjöldum.
Vinícius Júnior skoraði svo í upphafi síðari hálfleiks eftir flott einstaklingsframtak. Hann labbaði framhjá varnarmanni Villarreal og lét svo vaða á markið, boltinn breytti um stefnu af varnarmanni og endaði í netinu.
Xabi Alonso hefur haldið þrumuræðu í hálfleik því Madrídingar skiptu um gír eftir leikhlé og sköpuðu mikið af góðum færum. Vinícius skoraði aftur eftir vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 69. mínútu en Georgíumaðurinn Georges Mikautadze minnkaði muninn skömmu síðar með hnitmiðuðu skoti rétt utan vítateigs til að halda Gula kafbátnum inni í leiknum.
Real hélt áfram að skapa sér færi og að lokum innsiglaði Kylian Mbappé sigurinn á 81. mínútu eftir laglegt samspil við Brahim Díaz.
Lokatölur urðu því 3-1 og fer Real Madrid á toppinn. Liðið er tveimur stigum fyrir ofan Barcelona, sem á leik til góða á útivelli gegn Sevilla á morgun.
Villarreal er í þriðja sæti, fimm stigum á eftir Real Madrid.
Athugasemdir