Heimild: Irish Times
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, er undir mikilli pressu eftir erfiða byrjun í undankeppni HM 2026.
Liðið gerði jafntefli gegn Ungverjalandi í fyrsta leik og tapaði síðan gegn Armeníu 2-1 en írskir fjölmiðlar töluðu um að það gætu verið verstu úrslit í sögu landsliðsins.
Liðið gerði jafntefli gegn Ungverjalandi í fyrsta leik og tapaði síðan gegn Armeníu 2-1 en írskir fjölmiðlar töluðu um að það gætu verið verstu úrslit í sögu landsliðsins.
Heimir opinberaði landsliðshópinn fyrir leiki gegn Portúgal 11. október og Armeníu 14. október í dag. Hann sagði frá því að hann hafi frestað samningaviðræðum við sambandið eftir tapið gegn Armeníu.
„Umboðsmaður og annar þjálfari myndi kannski vilja skrifa undir langtíma samning og vera svo rekinn. Ég er ekki þannig gerður, ég vil ekki vera þar sem enginn vill hafa mig," sagði Heimir.
Hann var spurður að því hvort hann hafi íhugað að hætta eftir tapið.
„Frammistaðan kom mér á óvart en nei, ég íhugaði aldrei að hætta. Ég vildi ekki að sambandið myndi senda röng skilaboð með því að framlengja samninginn minn," sagði Heimir.
Hann sagði að möguleikar Írlands á að komast á HM yrðu að engu ef liðinu tækist ekki að ná í að minnsta kosti þrjú stig í næsta verkefni. Að sama skapi nefndi hann að honum hafi tekist að koma minni þjóðum á stórmót. Hann kom Íslandi að sjálfsögðu á HM 2018 og Jamaíku á Copa America árið 2024.
„Förum ekki að grenja. Við þurfum leikmenn og starfsfólk sem hefa trú á því sem við erum að gera. Portúgals leikurinn er tækifæri til að endurheimta reisn, stolt og sjálfstraust liðsins. Hvort það færi okkur eitt eða þrjú stig, verðum við að sjá til," sagði Heimir.
Athugasemdir