Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
U19 landsliðsmaður framlengir við KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er búið að gera nýjan samning við Mikael Breka Þórðarson, U19 landsliðsmann og mikilvægan hlekk á miðjunni hjá KA í Bestu deildinni.

Mikael Breki, eða Mikki eins og hann er kallaður, er aðeins 18 ára gamall og hefur tekið þátt í tíu leikjum með meistaraflokki KA í deild og bikar á tímabilinu. Hann var meðal annars í byrjunarliði KA og skoraði stórgæsilegt mark í 1-1 jafntefli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvelli í sumar.

Mikki á 13 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, þar af þrjá fyrir U19. Hann lék sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki KA sumarið 2022, þegar hann var aðeins 15 ára gamall.

„Það er afar jákvætt að Mikki sé búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið, það er ljóst að það verður virkilega spennandi að fylgjast áfram með framgöngu hans næstu árin," segir meðal annars í tilkynningu frá KA.
Athugasemdir
banner
banner