Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   lau 04. október 2025 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Þægilegt fyrir Bayern í toppbaráttunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt 0 - 3 Bayern
0-1 Luis Diaz ('1 )
0-2 Harry Kane ('27 )
0-3 Luis Diaz ('84 )

FC Bayern er á blússandi siglingu í þýsku deildinni og fór létt með Eintracht Frankfurt í toppbaráttunni í dag.

Serge Gnabry gerði virkilega vel að leika á varnarmenn Frankfurt til að leggja upp fyrsta mark leiksins fyrir Luis Díaz, sem þurfti að renna sér í boltann til að skora eftir aðeins þrettán sekúndna leik.

Harry Kane tvöfaldaði forystuna með góðu skoti utan vítateigs á 27. mínútu og leiddu Þýskalandsmeistararnir í hálfleik. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en Bæjarar nýttu færin sín.

Í síðari hálfleik sá Frankfurt ekki til sólar. Bayern var sterkara liðið án þess að skapa neitt mikið af færum en að lokum innsiglaði Díaz sigurinn eftir skyndisókn á 84. mínútu. Í þetta sinn gerði Raphael Guerreiro mjög vel í undirbúningnum.

Lokatölur urðu 0-3 og er Bayern áfram með fullt hús stiga þegar sex umferðir eru búnar af tímabilinu. Lærisveinar Vincent Kompany eru fjórum stigum á undan Borussia Dortmund sem er einnig taplaust á upphafi tímabils.

Frankfurt er í sjötta sæti með níu stig eftir tapið.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 34 5 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 12 +8 22
3 Dortmund 10 6 3 1 15 6 +9 21
4 Leverkusen 10 6 2 2 22 14 +8 20
5 Hoffenheim 10 6 1 3 20 16 +4 19
6 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
9 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
10 Union Berlin 10 3 3 4 12 16 -4 12
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Hamburger 10 2 3 5 8 15 -7 9
13 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 21 -13 5
Athugasemdir
banner
banner