City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Björn Aron áfram í Njarðvík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík tilkynnti í gær að Björn Aron Björnsson væri búinn að framlengja samning sinn við félagið.

Hann er nú samningsbundinn Njarðvíkingum út tímabilið 2027. Hann er hægri bakvörður sem fæddur er árið 2001 og kom til Njarðvíkur fyrir tímabilið 2024. Hann hefur einnig leyst vinstri bakvörðinn fyrir Njarðvík.

Hann er uppalinn hjá Víði en kom frá grönnunum í Víði.

Hann á að baki 118 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað þrjú mörk. Í sumar kom hann við sögu í ellefu deildarleikjum og skoraði eitt mark.

„Það er einkar ánægjulegt að Björn klæðist áfram grænu treyjunni næstu tvö árin, og óskar Knattspyrnudeildin honum til hamingju með nýja samninginn!" segir í tilkynningu Njarðvíkur.
Athugasemdir
banner