Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja það
Túfa: Alltaf hörkuleikir
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
   lau 04. október 2025 22:58
Viktor Ingi Valgarðsson
Túfa: Alltaf hörkuleikir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur tók á móti Stjörnunni í kvöld og heimtuðu öll stigin eftir 3-2 sigur á N1-vellinum á Hlíðarenda. Þeir tilla sér þæginlega í annað sætið með sigrinum og Túfa leyfir sér og sínum mönnum að dreyma í kvöld og á morgun um Íslandsmeistaratitilinn.


„Reynum að gera okkar besta, mikið skref fram á við hjá klúbbnum og erum búnir að vera keppa um þetta 1.sæti. Ég ætla að leyfa mér að hafa drauma áfram og vonast um góð úrslit hjá Víkingum, reynum annars að tryggja annað sætið ef það er eina í boði".

Liðinn mættust í fjórða sinn í kvöld á tímabilinu og sigur Valsara niðurstaðan að þessu sinni.

„Alltaf hörkuleikir, erfiðir leikir til að spila, í dag skilar á milli mikill karakter hjá mínu liði . Misstum aldrei trú á verkefninu og náum að vinna á endanum".

„Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar þar sem liðið mitt sýnir svona karakter merki. Mikið hrós á mína leikmenn".

Talandi um leikmenn sem fá hrós, Jónatan Ingi með tvo glæsimörk í kvöld.

„Hann sýnir í dag hvað býr í honum, alvöru karakterar sína mest þegar mest reynir á. Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng, sagði við hann að hann þarf að taka svoldið keflið og leið liðið áfram. Mikið hrós skilið eins og allir hinir leikmenn".

Ögmundur meiddist óvænt í upphitun og Stefán Þór spilaði því milli stanganna í kvöld.

„Það kom óvænt, Stefán er búin að taka þvílík skref fram á við, aldrei auðvelt að koma inn í leikina og fá að vita það nokkrum mínútum fyrir leikinn".

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir