City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
banner
   fim 02. október 2025 22:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Dómarinn bað mig afsökunar"
Mynd: EPA
Robin van Persie, stjóri Feyenoord, var ósáttur með dómarann eftir 2-0 tap liðsins gegn Aston Villa í Evrópudeildinni í kvöld.

Feyenoord var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og Ayase Ueda skoraði með skalla eftir hornspyrnu eftir hálftíma leik en markið var dæmt af.

Dómarinn taldi að leikmaður Feyenoord hafi hindrað Matty Cash frá því að koma í veg fyrir markið. Van Persie sagði frá því í viðtali eftir leikinn að dómarinn hafi beðið sig afsökunar.

„Þetta var klárlega mark. Dómarinn bað mig afsökunar í hálfleik. Ég spurði hann hvort hann gæti útskýrt hvað hafi gerst því það gerðist ekkert. Þá baðst hann afsökunar, hann bað mig nokkrum sinnum afsökunar. Þetta er synd, þetta hafði mikil áhrif á leikinn," sagði Van Persie.
Athugasemdir
banner
banner