Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 11:30
Enski boltinn
„Skíthræddur um að Liverpool geti ekki fengið hann"
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: EPA
Guehi í leik með Crystal Palace.
Guehi í leik með Crystal Palace.
Mynd: EPA
Marc Guehi hefur byrjað tímabilið frábærlega með Crystal Palace og verið með betri miðvörðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann var afar nálægt því að ganga í raðir Liverpool rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði í sumar en það gekk ekki eftir að lokum þar sem Palace tókst ekki að fá leikmann inn í staðinn.

Guehi, sem lék stórkostlega gegn Liverpool um síðustu helgi, verður samningslaus næsta sumar og fær þá úr fleiri möguleikum að velja.

„Mér finnst hann hafa vaxið enn meira í þessum leikjum á tímabilinu," sagði Magnús Haukur Harðarson í Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Ég er skíthræddur um að Liverpool geti ekki fengið hann. Seðlarnir í bláa hluta Lundúnaborgar (Chelsea) gætu heillað. Þeim vantar alltaf leikmenn," sagði Maggi jafnframt.

Guehi er uppalinn hjá Chelsea en hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid.

„Það sem ég er að vona er að Liverpool hjóli strax í hann í janúar því Liverpool þarf miðvörð í janúar hvort sem það er hann eða einhver annar," sagði Maggi.

Allan þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Menn að tala um meistarasigur
Athugasemdir
banner