Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
   fim 04. nóvember 2021 16:36
Elvar Geir Magnússon
Börkur: Risastórt fyrir íslenskan fótbolta
Börkur Edvardsson í Fjósinu í dag.
Börkur Edvardsson í Fjósinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson, formaður Vals, er gríðarlega ánægður með þann liðsstyrk sem félagið hefur fengið í þeim Heiðari Ægissyni og Aroni Jóhannssyni sem skrifuðu undir samninga í dag.

„Við lögðum mikið á okkur að ná í þá og við erum himinlifandi yfir því að þeir séu komnir í Val," segir Börkur.

Aron ræddi við nokkur félög áður en hann tók ákvörðun.

„Ég held að hugur hans hafi verið nokkuð ákveðinn þegar hann hitti okkur og við tókum spjallið. Þetta er risastór leikmaður og eitt stærsta nafnið af þeim atvinnumönnum sem hafa farið út og eru að koma heim, 31 árs gamall. Þetta er risastórt fyrir íslenskan fótbolta."

Gríðarlegt högg að komast ekki í Evrópu
Síðasta tímabil var Valsmönnum vonbrigði en þeir enduðu í fimmta sæti og misstu af Evrópusæti.

„Við erum sterkur klúbbur, höfum verið það og verðum það áfram. Lífið er stundum þannig að stundum þarf að taka eitt skref aftur til að taka tvö skref áfram. Fótboltinn er upp og niður en við ætlum að mæta vel undirbúnir til leiks að ári," segir Börkur en Valsmenn hyggjast bæta enn frekar við.

„Það var gríðarlega fjárhagslegt högg (að komast ekki í Evrópukeppni) og það truflar okkur kannski örlítið á þeirri vegferð sem við erum á að komast ekki í Evrópukeppni. Það er oft í mótlæti sem kemur í ljós úr hverju þú ert gerður og við þurfum að gjöra svo vel að sýna það bara á næsta ári."

Töldum okkur þurfa að hrista upp í hópnum
Kristinn Freyr Sigurðsson yfirgaf Val nýlega og gekk í raðir FH.

„Við ákváðum að endursemja ekki við hann, ásamt fleiri leikmönnum. Við töldum okkur þurfa að hrista upp í okkar leikmannahóp og hressa upp á hann. Kristinn Freyr er frábær leikmaður og frábær félagi," segir Börkur.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner