Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Kenningar um að Mourinho muni verða stjóri Everton
Mynd: EPA
Jose Mourinho sagði á dögunum að hann myndi snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og talaði jafnvel um félag í neðri hlutanum sem væri ekki í Evrópukeppni.

Mourinho stýrir Fenerbahce í Tyrklandi en gaf enska boltanum vel undir fótinn í kringum viðureign liðsins gegn Manchester United nýlega.

Kenningasmiðir telja að hann gæti orðið stjóri Everton.

„Sú staðreynd að Dan Friedkin sem mun væntanlega ganga frá kaupum á Everton á næstu vikum réði Mourinho til Roma á sínum tíma gefur þessum kenningum bara byr undir báða vængi. En það má ekki gleyma því að hann rak hann líka," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC.

„Friedkin hefur mikinn metnað fyrir Everton og flutningur á nýja leikvanginn táknar nýja tíma fyrir félagið. Það er aldrei hægt að útiloka neitt með Mourinho en það myndi samt koma mér á óvart ef hann tekur við Everton."

Football365 nefnir einnig Newcastle sem félag í ensku úrvalsdeildinni sem myndi mögulega ráða Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner