Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 04. desember 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Ariana Calderon á förum frá Þór/KA
Ariana Calderon.
Ariana Calderon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mexíkóska landsliðskonan Ariana Calderon er væntanlega á förum frá Þór en þetta staðfesti Halldór Jón Sigurðsson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net.

Ariana skoraði eitt mark í fimmtán leikjum þegar Þór/KA endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar síðastliðið sumar. Hin 28 ára gamla Ariana spilaði áður með Val sumarið 2017 og ÍBV árið 2014.

Hún var ein af þremur mexíkóskum leikmönnum hjá Þór/KA síðastliðið sumar en þær Sandra Stephany Mayor Gutierrez og Bianca Sierra framlengdu á dögunum samning sinn við félagið og verða áfram á Akureyri næsta sumar.

Þór/KA hefur einnig fengið Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur aftur í markið en hún var á láni hjá ÍBV síðari hlutann á síðasta tímabili.

Stephanie Bukovec og Johanna Henriksson, sem vörðu mark Þórs/KA lengst af í sumar verða ekki áfram leikmenn liðsins næsta sumar. Hin sænska Johanna verður í nýju hlutverki en hún hefur tekið við sem markvarðarþjálfari hjá Þór/KA.

Þór/KA fékk miðjumanninn Láru Kristínu Pedersen til liðs við sig frá Stjörnunni í síðustu viku en varnarmaðurinn Lillý Rut Hlynsdóttir fór hins vegar frá félaginu til Vals á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner