mið 04. desember 2019 15:40
Magnús Már Einarsson
Breytingar á Meistaradeild kvenna - Tvö íslensk lið taka þátt
PSG sló Breiðablik út í 16-liða úrslitum í ár.
PSG sló Breiðablik út í 16-liða úrslitum í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur kynnt miklar breytingar á Meistaradeild kvenna en þær verða frá og með tímabilinu 2021/2022. Breytingarnar þýða að tvö efstu liðin í Pepsi Max-deild kvenna komast í Meistaradeildina en ekki bara Íslandsmeistararnir líkt og áður, ef miðað er við styrkleikalista UEFA í dag.

Í dag hefst Meistaradeild kvenna á forkeppni þar sem Íslandsmeistarar hafa hafið leik undanfarin ár. Þar á eftir taka við 32-liða úrslit þar sem sterkustu lið Evrópu bætast við. Breiðablik komst úr 32-liða úrslitunum í ár með sigri á Sparta Prag en liðið tapaði gegn PSG í 16-liða úrslitum.

Eftir breytingarnar verður byrjað á forkeppni sem eru nokkur lítil mót og í kjölfarið taka við 32-liða úrslit þar sem leikið er heima og heiman. Sigurvegararnir þar fara í 16-liða úrslit þar sem leikið verður í fjórum riðlum. Tvö lið fara áfram úr riðlunum í 8-liða úrslit þar sem leikið er heima og heiman.

Keppninni verður skipt í tvennt í byrjun með landsmeisturum og öðrum liðum. Það þýðir að minnsta kosti tíu þjóðir munu því eiga fulltrúa í 16-liða úrslitum.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner