Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 04. desember 2023 15:25
Elvar Geir Magnússon
Haaland teiknaður inn í Ópið - „Fékk mig til að brosa í fyrsta sinn í dag“
Mynd: Getty Images
Viðbrögð og svipbrigði norska sóknarmannsins Erling Haaland í blálokin á 3-3 jafntefli Manchester City gegn Tottenham í gær hafa orðið uppspretta fyrir alls konar glens og grín á veraldarvefnum.

Haaland sýndi dramatísk viðbrögð í garð dómarans Simon Hooper sem beitti hagnaðarreglunni en hætti skyndilega við það, þegar Jack Grealish var að sleppa í gegn.

Haaland birti síðan myndskeið af atvikinu á X og skrifaði undir: „Wtf,“ eða 'Hvað í andskotanum'.

Meðal mynda sem hafa vakið kátínu er mynd þar sem Haaland er teiknaður inn í Ópið, málverkið fræga eftir Norðmanninn Edvard Munch.

Haaland hafði sjálfur gaman að því og birti myndina á X og skrifaði: „Wtf. Þetta fékk mig til að brosa í fyrsta sinn í dag".


Athugasemdir
banner
banner
banner