Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mán 04. desember 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Hamann: Stór vandamál hjá þýska landsliðinu
Dietmar Hamann.
Dietmar Hamann.
Mynd: Getty Images
Verða aftur þjálfaraskipti?
Verða aftur þjálfaraskipti?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýskaland þarf að leysa úr stórum vandamálum áður en kemur að EM 2024. Þetta segir Dietmar Hamann, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands.

Þjóðverjar eru gestgjafar á EM og eru í riðli með Skotlandi, Ungverjalandi og Sviss.

„Á síðustu tveimur heimsmeistaramótum höfum við dottið út í riðlakeppninni. Það eru stór vandamál hjá liðinu. Við höfum líklega tapað fleiri leikjum á þessu ári en við höfum unnið. Við töpuðum gegn Póllandi og Belgíu. Svo töpuðum við nýlega fyrir varaliði Tyrklands og svo gegn Austurríki. Það eru stór vandamál,“ segir Hamann.

Verða aftur þjálfaraskipti?
Eftir að Hansi Flick var rekinn var Julian Nagelsmann ráðinn en hann gerði samning út Evrópumótið.

„Ég tel að það sé vafi á því hvort hann verði hreinlega enn við stjórnvölinn þegar kemur að EM. Við eigum leiki gegn Hollandi og Frakklandi í mars, ef við töpum báðum þá held ég að þú getir ekki farið inn í EM með stjóra sem er búinn að tapa fjórum leikjum í röð."

„Það þarf að reyna að byggja upp bjartsýni hjá þjóðinni. Sem stendur er fólk pirrað út í landsliðið vegna lélegrar frammistöðu og úrslita. Það eru mörg spurningamerki," segir Hamann.

Völler eða jafnvel Van Gaal?
En hver gæti tekið við liðinu af Nagelsmann?

„Ég hef ekki hugmynd. Rudi Völler stýrði einum leik gegn Frakklandi og það var líklega besta frammistaða liðsins á einhverjum 12-18 mánuðum. Ég held að Louis van Gaal sé klár í að taka við. Ég held að við séum klár í að fá inn erlendan aðila því hlutirnir hafa ekki gengið vel undanfarin ár, það væri ekki slæmt að fá einhvern sem sér þetta utan frá."

„Við Þjóðverjar lítum alltaf á að við séum bestir en við erum það ekki lengur. Ef horft er á aðrar þjóðir þá hafa þær tekið fram úr. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í mars," segir Hamann.
Athugasemdir
banner
banner
banner