Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mán 04. desember 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney: Leikmenn mínir þurfa að sýna hreðjar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney lét leikmenn sína hjá Birmingham heyra það eftir markalaust jafntefi gegn Rotherham í Championship-deildinni síðasta laugardag.

Rooney, sem er goðsögn í enskum fótbolta, tók við Birmingham fyrr á tímabilinu en tími hans hjá félaginu hefur alls ekki verið frábær hingað til.

Tom Brady, sem er í eigendahópi Birmingham var á vellinum gegn Rotherham, en Rooney lét leikmenn sína heyra það á fréttamannafundi eftir leik.

„Ég held að leikmenn mínir þurfi að sýna hreðjar. Ég horfi á það sem þeir gera á æfingum en svo þegar þeir koma og spila fyrir framan stuðningsmennina þá er eins og þeir verði öðruvísi leikmenn, öðruvísi manneskjur," sagði Rooney.

„Það er allt í lagi að gera hluti á æfingum en við verðum að taka það með okkur inn í leikina. Við megum ekki vera litlir þegar við spilum fyrir framan áhorfendur."
Athugasemdir
banner
banner
banner